Ármúli 23, 108 Reykjavík  S: 835 5600

Ármúli 23, 108 Reykjavík  S: 835 5600

Upplýsingasíða fyrir þau sem 

beina starfsfólki eða félögum stéttarfélaga

í árangursríkar meðferðir við sálrænum vanda.


Hér að neðan eru lýsing á meðferðardáleiðslu og á Hugrænni endurforritun og því námi sem klínískir dáleiðendur hafa lokið ásamt 

upplýsingum um þá klínísku dáleiðendur sem vinna með afleiðingar áfalla, kulnun, þunglyndi og kvíða.


Dáleiðslumeðferð var kennd af Erlendi Haraldssyni í sálfræðideild Háskóla Íslands frá stofnun deildarinnar og á tímabili voru margir sálfræðingar sem kunnu og beittu dáleiðslumeðferð.   Á seinni árum hefur dáleiðsla ekki verið kennd í háskólum hérlendis og sálfræðingum og geðlæknum sem kunna dáleiðslumeðferð fer ört fækkandi.


Á undanförnum árum hafa margir klínískir dáleiðendur útskrifast frá Dáleiðsluskóla Íslands og árangur þeirra er ótrúlega góður


Hvert skipti í þessari meðferð tekur 120 - 180 mínútur og sjaldnast þarf fleiri en 3 skipti til að ná fullkomnum árangri


Hvað er

Hugræn endurforritun ?


Hugræn endurforritun er dáleiðslumeðferð þar sem notaðar eru þróaðar aðferðir


Hér er meðferðinni lýst í stórum dráttum. Hugræn endurforritun byggir

á öðrum meðferðum, rannsóknum í taugafræði og samþættingu í eina heild.

Meðferðirnar sem byggt er á eru Ego State Therapy, Subliminal Therapy og Trauma Therapy. Til þess að fá góða innsýn í Hugræna endurforritun er

mælt með því að lesa bókina.


Allir sem fara í meðferð hjá klínískum dáleiðanda sem er skráður á meðferðarsíðu Félags Klínískra dáleiðenda fá eintak af bókinni í fyrsta tíma.

Bókin fæst auk þess víða, m.a. hjá Pennanum og Forlaginu.


Dáleiðsluinnleiðing veitir aðgang að undirvitundinni þar sem við geymum allar minningar.  Þar eru líka afrit (introject) af öðru fólki og  persónuþættirnir sem skiptast á um að vera við.  Í undirvitundinni eru líka föstu tilfinningarnar sem

eru afleiðingar áfalla og sem valda kvíða og þunglyndi.


Eitt það merkilegasta í undirvitundinni er Innri Styrkur sem getur bætt flest það sem að er í huganum og marga líkamlega kvilla. Þetta er hinn helmingurinn af okkur ef svo má segja og í dáleiðsluástandi er hægt að ræða við Innri Styrk. 


Þetta hljómar undarlega en fólk sem fer í þessa meðferð segir að upplifunin sé alveg eðlileg þótt hún sé framandi í upphafi.


Alltaf sama grunnmeðferðin


Í upphafi ræða dáleiðandinn og meðferðarþeginn saman og ákveða hvernig skuli unnið úr vandanum.  Oftast er síðan byrjað að vinna eftir kerfi sem unnið er í ákveðinni röð. Þegar þeirri vinnu er lokið eru fleiri atriði skoðuð eftir þörfum. Hefðbundin röð vinnslunnar er þessi:


Byrjað er á að fá Innri Styrk til að vinna með meðferðarþeganum og dáleiðandanum (önnur nöfn fyrir þessa vitund eru m.a. Centrum, Kjarninn,

Æðri máttur, sálin ofl, eftir því hver á í hlut).  Þegar samband við Innri styrk er komið á hefst meðferðin.


1. Fyrst er eytt neikvæðum afritum af öðru fólki


Við erum þannig gerð að við búum ómeðvitað til afrit (introject) af öðru fólki, aðallega okkar nánustu en einnig af öðrum sem hafa haft á okkur áhrif.

Þessi afrit starfa síðan í huganum líkt og persónuþættirnir (sbr. lið 5) og haga

sér eins og fólkið sem þau eru afrit af.


Við upplifum þá óvelkomnar hugsanir, raddir eða áhrif í huganum, sum jákvæð

en önnur neikvæð sem stafa frá þessum afritum.


Ef viðkomandi var jákvæður gagnvart þér, sagði þér að þér muni alltaf ganga vel, þú værir frábær og hæfileikarík, heldur afrit þessarar persónu áfram að segja þér þetta sama í huganum þínum.


Ef þessi persóna var neikvæð, sagði þér að þér myndi aldrei takast neitt, hefðir enga hæfileika og svo framvegis, heldur afrit hennar áfram að færa þér þessi skilaboð í huganum þínum.


T.d. getur kona sem hefur loks losnað úr ofbeldissambandi þurft að búa áfram við ofbeldið í eigin huga, frá afriti ofbeldismannsins.  Fólk sem var sagt í uppeldinu að það væri einskis virði hefur það enn á tilfinningunni áratugum seinna, enda eru afrit uppalendanna enn að.


Innri Styrkur / Centrum getur auðveldlega fundið öll afrit af öðru fólki í huganum, flokkað þau í jákvæð og neikvæð og eytt þeim neikvæðu í samráði við þig.


Fyrir þá sem hafa búið við stöðugt áreiti í eigin huga í langan tíma verður eins og að allt í einu verði þögn. Friður.


2. Næst er eytt tilfinningum sem valda kvíða, þunglyndi og vefjagigt


Ef við verðum æst eða reið hverfur sú tilfinning á einum eða tveim dögum og heilinn notar sérstakt kerfi til að eyða þessum tilfinningum á meðan við sofum.


Öðru máli gegnir um tilfinningar sem verða til við áföll. Mandlan (amygdala) sér til þess að slíkar minningar og tilfinningar sem þeim fylgja séu geymdar til eilífðar nóns, líklega til þess að við getum varast líkar kringumstæður í framtíðinni.


Þessar föstu tilfinningar senda svo sífellt upplýsingar um að eitthvað ami að og

ef áföllin eru mörg verður kvíðinn svo mikill að úr verður áfallastreita. Þunglyndi verður til á sama hátt og orsakir vefjagigtar eru nær alltaf afleiðingar áfalla.


Meðferðin er sú að Innri Styrkur / Centrum er beðinn að eyða þessum tilfinningum. Það tekur venjulega  aðeins 15-60 mínútur að eyða stórum hluta fastra tilfinninga.


Meðferðarþeginn fær upplýsingar um áföllin, sem flest voru gleymd,

en þarf ekki að upplifa þau.


3. Síðan er unnið með þau vandamál sem meðferðarþeginn óskaði 

    eftir aðstoð við að leysa


Þegar neikvæðum afritum hefur verið eytt og fastar tilfinningar leystar upp er líklegt að stór hluti vandans hafi verið leystur, hver sem hann var.


Nú hefst meðferð með áherslu á þau vandamál sem meðferðarþeginn óskaði eftir aðstoð við að leysa.


Í upphafi tímans hefur dáleiðandinn spurt um líf meðferðarþegans allt frá fæðingu og fengið svör til að átta sig á líklegum orsökum vandans.


Neðar á síðunni er listi yfir vandamál sem hafa verið leyst með Hugrænni endurforritun og meðferðardáleiðslu ásamt stuttri lýsingu á aðferðinni


4. Regluverkið 


Sem börn erum við fljót að læra reglur fjölskyldunnar og síðar samfélagsins. Talið er að á fyrstu 6 árum lífsins gleypum við í okkur þúsundir af reglum og öðrum upplýsingum og verðum smátt og smátt fær um að eiga öll samskipti eins og þau sem við lærum af.  Við fáum líka upplýsingar um okkur sjálf og allt þetta meðtökum við gagnrýnislaust og samþykkjum hver við séum. 


Þetta regluverk er geymt í undirvitundinni og við stjórnumst af því án þess að taka eftir því.  Það má því segja að við séum á sjálfstýringu í gegnum lífið.


Sumar af þessum reglum þjóna okkur illa.  T.d. gæti uppalandi hafa sagt okkur að ríkt fólk væri vont fólk og að peningar væru af hinu illa.  Fjárhagur okkar í lífinu tekur þá mið af þessari stýringu.


Ef okkur var sagt í uppeldinu að við værum illa gefin, myndum ekki koma neinu í verk og svo framvegis er næsta víst að lífið muni ekki leika við okkur.


Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að skoða regluverkið, breyta reglum eða

fella þær í burtu.


5. Meðferðinni lýkur oftast með persónuþáttagreiningu


Við sköpum ómeðvitað þætti sem bætast við sjálfið, mest þegar við erum ung en einnig eftir þörfum allt lífið. Þótt við upplifum að við séum sífellt sama persónan höfum við engu að síður sérhæfða persónuþætti sem taka við stjórninni eftir þörfum.


Þar sem þættirnir urðu til á ýmsum tímum þekkjast þeir fæstir innbyrðis. Þeir eru allir að vinna að verkefnum eða leysa vanda sem þeim var falið að gera þegar þeir urðu til.


Með persónuþáttagreiningu eru þættirnir kynntir hver fyrir öðrum og þeim gert ljóst að þeir eru allir hluti af sömu persónu og þurfi að vinna saman.  Unnið er með þeim þáttum sem líður illa og þeim hjálpað.


Þessi hluti meðferðarinnar setur punktinn yfir i-ið.

Oft hverfur greint ADHD ástand þegar þættirnir hætta að takast á.

Höfundur og ábyrgðarmaður þessarar síðu er Ingibergur Þorkelsson

Smelltu á hnappinn til að sjá árangur af 50 meðferðum sem unnar voru í Hugrænni endurforritun

Hvað er hægt að vinna með í meðferðardáleiðslu ?


Athyglisbrestur - ADHD

Athyglisbrestur - ADHD 

Oft á athyglisbrestur upptök sín í uppeldi á heimili þar sem er mikið áreiti og oftast er hægt að bæta ástandið mikið.   ADHD hefur einnig minnkað mikið eða horfið við persónuþáttagreiningu í Hugrænni endurforritun

Álög

Álög

Börn trúa því sem þeim er sagt. Sérstaklega eru foreldrar og annað yfirvald tekin trúanleg gagnrýnislaust.

Börn trúa líka því sem þeim er sagt um þau sjálf.


Ef þeim er sagt að þau geti gert hvað sem er, að þau séu góð, fær og dugleg þá verður það hluti af þeirra persónuleika.

Þegar þau vaxa úr grasi tekst þeim allt sem þau reyna jafnvel þótt aðstæður séu þannig að ólíklegt sé að árangur náist.


Sé þeim hins vegar sagt að þau séu heimsk, geti ekki lært og muni aldrei geta neitt þá verður það raunveruleiki þeirra.

Þessum einstaklingum mun aldrei takast neitt hversu góð sem ytri skilyrði eru.


Þetta er forritun.


Og sé hún neikvæð væri nær að kalla hana álög.

Rétt eins og í ævintýrunum, þegar nornin segir: Ég legg svo á og mæli um....


Hugræn endurforritun getur leyst fólk úr þessum álögum

Félagsfælni

Félagsfælni

Orsakir félagsfælni eiga sér rót í undirvitundinni. Það getur tekið nokkur skipti í meðferðardáleiðslu að leiðrétta þetta ástand.

Fíkn

Fíkn 

Fíkn er hvers konar atferli sem notað er ti að bæla niður óþægilegar tilfinningar.  Kanadíski geðlæknirinn Colin A. Ross segir:  "The problem is not the problem" - Vandamálið er ekki vandamálið. 

Með öðrum orður er fíknin lausnin sem viðkomandi einstaklingur hefur fundið við vandanum.


Fíknin, atferlið, er notuð til þess að bægja frá erfiðum tilfinningum um stundarsakir.


Með Hugrænni endurforritun hefur m.a. tekist að eyða spilafíkn og kynlífsfíkn.  Dr. Edwin Yager, höfundur Subliminal Therapy náði einnig mjög góðum árangri í meðferð áfengis og vímuefnafíknar.



Fælni

Fælni 

Fælni er mags konar.  Sem dæmi má nefna flughræðslu

innilokunarkennd, sviðsskrekk, prófkvíða, kóngulóafælni, víðáttufælni, tannlæknafælni, sprautufælni og margar fleiri.


Fólk sem þjáist af fælni veit að fælnin er órökrétt en getur samt ekki ráðið við óttann sem kemur upp við þessar ástæður.


Ástæðan er sú að í undirvitundinni er þáttur, oftast barn, sem er sannfærður um að hætta sé á ferðum.


Auðvelt er að eyða flestri fælni með meðferðardáleiðsu og Hugrænni endurforitun og þarft oft aðeins eitt skipti.


Golf

Golf

Þú getur ekki lært að iðka golf í dáleiðsluástandi.  Hins vegar er hægt að vinna með vandamál sem þú upplifir á vellinum, breyta venjum, útiloka truflanir og auka einbeitingu.

Höfnunarkennd

Höfnunarkennd

Höfnunarkennd á sér oftast rætur í uppeldinu. Með meðferðrdáleiðslu og Hugrænni endurforritun er hægt að leysa höfunarkenndina upp.

Krónískir verkir

Krónískir verkir

Þegar ekki finnast líkamlegar orsakir fyrir verkjum er oft hægt að minnka þá eða fjarlægja með meðferðardáleiðslu. Alltaf er fyrst gengið úr skugga um að læknisskoðun hafi leitt í ljós að ekki séu finnanlegar orsakir fyrir verkjunum

Kulnun

Kulnun

Kulnun er oftast afleiðing af því að reynt er að gera margt í einu í langan tíma og oft er fullkomnunarárátta undirliggjandi.

Í Hugrænni endurforritun er hægt að breyta undirliggjandi þáttum og skipuleggja framtíðina

Kvíði og þunglyndi

Kvíði og þunglyndi

Kvíði og þugnlyndi orsakast oftast af föstum tilfinningum sem hafa orðið til við áföll.  Í heilanum er kerfi sem eyðir reiði eða æsingi á nóttunni þegar við sofum þannig að við þurfum ekki að upplifa þær tilfinningar endalaust.


Hins vegar er annað kerfi sem fer í gang við áföll og þá virkjar mandlan (amygdala) ferli sem sér til þess að tilfinningar sem verða til verða varanlegar jafnvel þótt minningin um atburðinn hverfi úr meðvitundinni.


Þessar tilfinningar senda siðan sífellt skilaboð um að þú þurfir að vara þig og þegar áföllin eru orðin mörg verður til áfallastreita. 


Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að eyða þessum föstu tilfinningum þannig að kvíðinn og þungyndið hverfa.



Mígreni

Mígreni

 Hægt er að losna alveg við mígreni með Hugrænni endurforritun og meðferðardáleiðslu.  

Að naga neglur

Að naga neglur

Í meðferðardáleiðslu er hægt að finna og eyða orsökinni í undirvitundinni og þá hættir atferlið sjálfkrafa

Opinber framkoma - ræður, söngur o.s.f.r.v.

Opinber framkoma - ræður, söngur o.s.f.r.v.

Margir eiga erfitt með að stíga í pontu eða á svið og tala eða syngja fyrir hóp af fólki. Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun geta leyst þennan vanda.


Það er einnig þekkt að vanir sviðslistamenn eru með sviðsskrekk, hraðan hjartslátt og önnur einkenni þar til þeir stíga á svið. Þá hverfur þessi skrekkur um leið og á sviðið er komið.


Ástæða þess er að sviðslistamenn hafa þróað með sér persónuþátt sem sér um framkomuna og finnur ekki til þessara einkenna. Hann tekur þó ekki við stjórninni fyrr en á sviðið er komið þannig að það er annar þáttur sem kvíður fyrir. Með persónuþáttagreiningu er hægt að vinna með óttaslegna þættinum þannig að þessi einkenni hverfi alveg.

Ófrjósemi

Ófrjósemi

Þegar ekki finnst ástæða fyrir ófrjósemi hjá pari sem er að reyna að eignast barn getur ástæðan verið ómeðvituð mótstaða í undirvituninni.  Þannig er þekkt að stundum þegar par hefur ættleitt barn verður konan þunguð stuttu seinna.  Með Hugrænni endurforritun er hægt að finna rót vandans og eyða henni í samvinnu við meðferðarþegann

Óvelkomnar hugsanir

Óvelkomnar hugsanir

og önnur áhrif eða neikvæðar raddir í huganum stafa oftast frá afritum (introjects) af öðru fólki sem við höfum ómeðvitað  skapað í undivitundinni.  Með aðstoð Innri styrks / Centrum er auðvelt að eyða slíkum afritum

Skeiðarkrampi

Skeiðarkrampi

Oftast þarf aðeins 2-3 skipti í Hugrænni endurforritun til þess að losna fullkomlega við skeiðarkrampa

Sköpunar- / Ritstífla

Sköpunar- / Ritstífla

Ritstífla og sköpunarstífla þar sem ekki tekst að koma frá sér nýju efni svo sem ritverkum eða tónlist á oft upptök sín í ágreiningi persónuþátta.  Hægt er að losna við þessar stíflur með Hugrænni endurforritun,  Einnig er hægt að auðvelda aðgang að öllum hæfileikum til að auka sköpunargleði

Skömm

Skömm

Skömm er tilfinning sem margir þjást af. Stundum hefur uppeldið leitt til þess að fólk er þjakað af skömm. Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að eyða skömm úr undirvitundinni.

Svefnvandamál

Svefnvandal

Í dag vita flestir hve nægur svefn er mikilvægur. Svefnvandamál má auðveldlega leysa með Hugrænni endurforritun.

Afleiðingar ofbeldis

Afleiðingar ofbeldis 

Andlegt og líkamlegt ofbeldi hefur oft langvarandi afleiðingar.  Mjög alvarlegt ofbeldi, svo sem nauðganir og hvers konar langvarandi ofbeldi hefur haft afleiðingar sem erfitt er að vinna úr.  


Sumar meðferðir fela í sér að þolandinn þarf að rifja upp og jafnvel endurlifa ofbeldið.


Hugræn endurforritun gerir þetta ferli hraðvirkara og auðveldara fyrir þolandann, sem þarf lítið að endurupplifa það sem gerðist.


Árangurinn er oft frábær og margir hafa losnað alveg undan afleiðingunum

Astmi

Astmi

Um 70 ár eru síðan að Dave Elman sýndi fram á að hægt er að lækna astma með meðferðardáleiðslu.

Þetta á við þegar lungu og berkjur eru óskemmd en astminn stafar af þrengingum.


Hugræn endurforritun hefur reynst afar vel við astma.




Einelti, uppnefni, útskúfun

Einelti, uppnefni, útskúfun

hafa langvarandi áhrif. Þar sem afleiðingarnar eru geymdar í undirvitundinni er hægt að gera miklar breytingar á líðan með Hugrænni endurforritun.


Ef eineltið hefur verið mikið og/eða langvarandi getur tekið 5-10 skipti í meðferðinni til þess að ná viðunandi árangri.

Flughræðsla

Flughræðsla

Flughræðsla er ein tegund fælni og lýsir sér þannig að þótt þú vitir ósköp vel að flug sé öruggasta leiðin til að ferðast er undirvitundin sannfærð um að flug sé stórhættulegt og þú átt afar erfitt með að ganga um borð í flugvél.


Sumir fljúga jafnvel aldrei og eru bundnir við ferðalög á yfirborði jarðar.

Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun eru fljótvirkar aðferðir til að eyða flughræðslu

Framtíðarsýn sem rætist

Framtíðarsýn sem rætist

Hægt er að greiða leiðina að þeirri framtíð sem fólk óskar sér með Hugrænni endurforritun. Þá er allt skoðað sem gæti komið í veg fyrir að takmarkið náist.

Meðal annars er rætt við alla persónuþætti sem hafa skoðun á áæltununum og þeim breytt til samræmis við þær skoðanir ef meðferðarþeginn telur það rétt en annars eru persónuþættirnir fengnir til að styðja áætlunina heilshugar.


Síðan eru skoðað regluverkið sem lifað er eftir og athugað hvort einhverjar reglur komi í veg fyrir tilætlaðan árangur. Þeim reglum sem standa í veginum er eytt eða breytt þangað til öruggt er að ekkert komi í veg fyrir að framtíðin verði eins og meðferðarþeginn óskar sér.

Frestunarárátta

Frestunarárátta

Frestunarárátta er oftast fylgifiskur fullkomnunaráráttu.  Þegar þér finnst að þú getir aldrei gert hlutina nógu vel verður lausnin oft að fresta þeim.

Hægt er að losna við bæði fullkomnunar- og frestunaráráttu með Hugrænni endurforritun

Fullkomnunarárátta

Fullkomnunarárátta

Fullkomnunarárátta verður til þegar fólk reynir að standa undir miklum kröfum uppalenda og til þess að fá athygli og hrós sem annars stendur ekki til boða.

Hægt er að losna alveg við fullkomnunaráráttu með Hugrænni endurforritun

Fullorðið barn alkóhólista

Fullorðið barn alkóhólista

Fólk sem var alið upp af alkóhólistum og þurfti að taka ábyrgð á systkinum sínum og heimilinu vegna þess að foreldrarnir voru óhæfir til þess bera þess merki ævilangt. Með Hugrænni endurforritun er hægt að bæta líðan mikið og vinna með persónuþáttunum sem urðu fyrir barðinu á þessu ástandi.

Hæfileikar auknir

Hæfileikar auknir

Hugræna endurforritun má ekki aðeins nota til að vinna með vandamál því einnig er hægt með persónuþáttavinnu að greiða leiðina að hæfileikum fólks þannig að þeir njóti sín. Til dæmis hafa tónlistarmenn samið fjölda verka eftir meðferð og rithöfundar skrifað sleitulaust þótt hægt hafi gengið áður en Hugræn enfurforritun var notuð.

Íþróttir

Íþróttir

 Dáleiðsla er notuð í margs konar íþróttaþjálfun.  Íþróttamenn æfa oft í huganum áður en þeir æfa á vellinum.  Hægt er að bæta frammistöðu mikið með því að taka á vandamálum í dáleiðsluástandi sem upp hafa komið íþróttaiðkun.  Auka sjálfstraust, minnka áreiti og truflanir auka einbeitingu og margt fleira.

Kynlífsvandi

Kynlífsvandi

Margar ástæður geta verið fyrir vandamálum í kynlífi, hvort sem það er lítil löngun, risvandamál eða annað. Oft er ástæðan áfall svo sem nauðgun eða annað ofbeldi í fortíðinni, skömm eða vantrú á eigin getu.


Í Hugrænni endurforritun er rótin leituð uppi og henni eytt. Vandamálið er þá úr sögunni

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun hafa veruleg áhrif á sálarlíf þess sem fyrir verður og getur leitt til ævilangrar þjáningar, kvíða og þunglyndis.


Hugræn endurforritun hefur reynst vel til að uppræta þessar föstu tilfinningar og hefur oft skilað undraverðum árangri.

Ofnæmi

Ofnæmi

Hugræn endurforritun hefur gefist mjög vel við að eyða ofnæmi.  Reynsla er komin á katta- og dýraháraofnæmi og frjóofnæmi

Ofsakvíði (Panic attacks)

Ofsakvíði (Panic attacks)

Skyndilegur ofsakvíði verður þegar persónuþáttur sem varð fyrir áfallinu verður skyndilega ráðandi. Í Hugrænni endurforritun er unnið með þáttunum og orsökunum er eytt þannig að ofsakvíðinn er úr sögunni

Sjálfstraust

Sjálfstraust 

Skortur á sjálfstrausti stafar oftast af áfölllum eða því sem má kalla álög.  Þá er átt við að þegar við erum ung trúum við því sem sagt erum okkur sjálf, sérstaklega þegar upplýsingarnar koma frá foreldum, kennurum eða öðrum sem vil lítum upp til. 


Ef okkur er innrætt á unga aldri að við munum aldrei ná neinum árangri og séum hæfileikalaus þá er eins og lögð hafi verið á okkur álög.


Hugræn endurforritun er góð leið til að aflétta álögunum


Sorg

Sorg

Algengt er að fólk hefur ekki getað lokið samskiptum sínum við foreldra eða aðra áður en þau kvöddu þessa jarðvist. Ekki getað sagt þeim hversu heitt þau voru elskuð og virt af því þau fóru of snemma. Með meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun er hægt að hitta þau aftur og eiga þau samtöl sem ekki var hægt að eiga á meðan þau lifðu. Hér er ekki verið að tala um miðilsfund heldur óskírða eiginleika dáleiðslunnar. Með slíku samtali kemst venjulega friður á sálarlíf þess sem eftir lifir.

Tengslarof við móður

Tengslarof við móður

Sumar mæður ráða ekki við móðurhlutverkið og geta ástæður verið margar.

Ef barninu er ekki sinnt og ekki myndast viðeigandi tengsl við móðurina hefur það alvarlegar afleiðingar á sálarlíf barnsins sem fylgja því út í lífið. Með Hugrænni endurforritun er hægt að leiðrétta þetta ástand að miklu leyti og snýst þá um að finna persónuþættina sem upplifðu rofið sem börn og vinna með þeim, útskýra að þetta var ekki þeim að kenna og byggja þá upp.

Tannlæknahræðsla

Tannlæknahræðsla

 

Sjá Fælni

Vefjagigt

Vefjagigt

Venjulega eiga þau sem þjást af vefjagigt sögu um áföll, oftast mörg áföll. 


Hugræn endurforritun hefur gefist mjög vel til þess að eyða vefjagigt

Er dáleiðsla betri en sálfræðimeðferð ?

Sálfræðimeðferð 

 

Sumir sálfræðingar hafa lært dáleiðslu og nota hana auk annarra aðferða.  Flestir sálfræðingar nota þó fyrst og fremst samtalsmeðferð og samtalstækni.  Margir sálfræðingar hafa náð góðum árangri við að hjálpa fólki.

Oft heyrist að erfitt sé að fá tíma hjá sálfræðingum og að þeir séu ekki að bæta við nýjum skjólstæðingum. 


Það er ljóst að sálfræðimeðferð tekur tíma ef sálfræðingar eru með afmarkaðan hóp sem þeir hitta aftur og aftur.


Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun eru hins vegar fljótvirkar og öflugar aðferðir og oftast nægja 3 skipti til að leysa vandann.


Sumir sálfræðingar bjóða uppá EMDR meðferð s.b.r. næstu færslu

Hvað með EMDR ?

EMDR

(Eye movement desensitization and reprocessing)

 

Þessi meðferð nýtir tækni (m.a. augnhreyfingar) til þess að nálgast undirvitundina.  Meðferðarþeginn upplifir þá áföllin aftur og áhrif þeirra á lífið dofna smám saman.  Meðferðin er ekki óumdeild (sbr. umfjöllun á wikipedia.org) 


Algengt er að fólk sem hefur reynt EMDR meðferð en fer síðan í klíníska dáleiðslu til að ljúka meðferðinni segi að mun auðveldara sé að nota Hugræna endurforritun og maður sé þá "ekki alltaf útgrátnn".


EMDR meðferð fyrir dáleiðendur nýtir dáleiðslumeðferð til að efla EMDR meðferð og draga úr álaginu á meðferðarþegann.



HAM - Hugræn atferlismeðferð

HAM eða HEF ? 

Munurinn á Hugrænni atferlismeðferð (HAM) og Hugrænni endurforritun (HEF) er sá að HAM er fyrst og fremst unnin í dagvitund og rökhugsun en HEF vinnur með undirvitundinni.


Dáleiðendur hafa sagt að ef þú þorir ekki að fara í lyftu sé hægt að hjálpa þér með HAM þannig að þú getir harkað af þér og hætt að ganga stigann, þótt það sé erfitt.


HEF leiti hins vegar uppi rót vandans og eyði henni úr undirvitundini og eftir það er ekkert mál að taka lyftuna.


Vafi leikur á  bæði skammtíma- og langtímaárangri af HAM


Hugræn endurforritun er ný meðferð og engar rannsóknir verðið gerðar ennþá.  Sjálfsmat meðferðarþega í 50 meðferðum má sjá hér https://daleidsla.is/arangur


Hvernig er best að velja dáleiðanda ?

Klínískir dáleiðendur 

sem vinna með Hugræna endurforritun og eru skráðir á síðuna hafa öll lokið námi og hafa reynslu.  Segja má að þau geti öll unnið með öll þau vandmál sem hægt er að leysa með hugrænni endurforritun.


Skoðaðu síðuna með myndunum af dáleiðendunum og lestu lýsingar þeirra. 


Sum eru með myndbönd þar sem þau segja frá sér og mörg hafa heimasíður með frekari upplýsingum.  Auk þessa birta þau öll netföng sín og flest birta símanúmer.  Allar þessar upplýsingar færðu á bókunarsíðunni.


Hafðu samband við þau sem þér líst best á. Þú getur líka pantað tíma strax á síðunni með þv´að smella á BÓKA, velja dáleiðanda og fylla út eyðublaðið .




Er hægt að dáleiða alla ?

Er hægt að dáleiða alla ?

Dáleiðsla er í rauninni sjálfsdáleiðsla með aðstoð dáleiðandans. Fólk á mis auðvelt með að fara í dáleiðslu en ef meðferðarþeginn vill fara í dáleiðsluástand getur hann það.  Það sem helst kemur í veg fyrir að meðferðarþegi dáleiðist er annað af tvennu:  Ótti og vantraust sem byggja á röngum upplýsingum um hvað dáleiðsla og dáleiðslumeðferð er.


Við þekkjum að börn alast upp við teiknimyndir þar sem dáleiðendur eru með glóandi augu og eru almennt illmenni og kvikmyndir sem fullorðnir horfa á um vonda dáleiðandann sem nær stjórn á fólki og  sviðsdáleiðendur sem láta fólk gagga eins og hænur.  Þessar röngu og misvísandi upplýsingar gefa ekki tilefni til trausts á dáleiðendum.  


Einnig eru þeir til sem hafa orðið fyrir þess konar áföllum að þau geta ekki lengur treyst öðru fólki.


Við þannig aðstæður er skiljanlegt að meðferðarþegi ákveði meðviðað eða ómeðvitað að fara ekki í dáleiðsluástand.


Það er þó sjaldgæft að þetta komi fyrir þegar fólk er komið í meðferðina og lang flestir fara í eins djúpt dáleiðsluástand og þarf til þess að ná árangri.


Dáleiðsluástand er mjög þægileg tilfinning, fullkomin slökun og auðvelt að einbeita sér að einu viðfangsefni í einu.  Fólk hefur alltaf stjórnina og þarf ekki að fara eftir leiðbeiningum dáleiðandans ef þær eru þeim ekki að skapi.




Batinn

Bati eftir meðferð

Bati eftir meðferð í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun er oft undraverður. 


Það er líka merkilegt að oft merkir fólk batann síðar þegar það kemst að því að aðstæður sem áður voru óþægilegar eða óbærilegar eru það ekki lengur.


Þær skipta hreinlega engu máli.


Þetta er dálítið eins og að hafa gengið með stein í skónum.  Þegar hann hefur verið fjarlægður gleymast óþægindin.


Eftir nokkra mánuði getur það verið alveg gleymt að fólk hafi þjáðst af kvíða, þunglyndi, astma eða öðru og jafnvel erfitt að rifja upp hvers vegna þessi breyting er orðin.

Getur líðan versnað eftir meðferð ?

Getur líðan versnað eftir meðferð ? 

Í Hugrænni endurforritun er unnið með minningar og tilfinningar sem eru geymdar í undirvitundinni en hafa verið gleymdar meðvitaða huganum.


Þessi meðferð fer blíðari höndum um meðferðaþega en t.d. EMDR meðferð og fólk þarf ekki að upplifa áföllin aftur.  Hins vegar koma upp minningar sem voru gleymdar og upplýsingar um hvað það er sem í dag er að valda vanlíðan.


Það er ekki óalgengt að þessar minningar leiði til óþæginda fyrst eftir meðferð en síðan hverfa óþægindin og líðan batnar verulega

Dáleiðslumeðferð er gagnreynd meðferð


Meðferðarúrræði við sálrænum vanda eru mörg en fá þeirra eru gagnreynd. Það að vera gagnreynd

meðferð þýðir að rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin virki í raun og veru þannig að mælanlegt sé


Meðferðardáleiðsla er gagnreynd meðferð m.a. við kvíða og þunglyndi.


Rannsóknir á dáleiðslumeðferð hafa verið stundaðar síðan á 18. öld

og hundruð bóka um dáleiðslumeðferð hafa verið gefnar út.


Vísindamenn margra háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu gefa reglulega

út rannsóknarniðurstöður sínar á dáleiðslumeðferð


Leit á PubMed sýnir hundruð slíkra rannsókna.


Hér að neðan er hægt að skoða þrjár rannsóknir á gagnsemi dáleiðslu


Safngreining

(meta analysis)

á virkni dáleiðslumeðferðar

við kvíða

unnin af Valentine KE, Milling LS,
Clark LJ, Moriarty CL. árið  2019 á
virkni dáleiðslumeðferð við kvíða.

Helstu niðurstöður voru að þeir þátttakendur sem

fengu dáleiðslumeðferð upplifðu minni kvíða í

kjölfarið en 79% þátttakenda í samanburðarhóp.

Íslensk rannsókn

á gagnsemi dáleiðslumeðferðar

Þessi rannsókn var gerð á Íslandi.

Hún birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Hér að neðan er mynd af hluta forsíðu rannsóknarinnar en
með því að smella á hlekkinn hér að neðan getur þú
sótt hana í heild sinni í pdf formi

Samanburðarrannsókn

(meta analysis) á dáleiðslumeðferð, EMDR, HAM og DBT



Edwin K. Yager

University of California at San Diego, La Jolla, CA, USA


This study is a comparative analysis of the effectiveness of four psychotherapeutic treatment modalities:


Cognitive-Behavioral Therapy (CBT), Eye Movement Desensitization and Reprocessing (EMDR), Dialectical Behavior Therapy (DBT), and Hypnotic methods (HYP).


The aim of this study was to determine the independent

effectiveness of the four treatment modalities by reviewing the available literature.


A total of 26,724 studies were identified by ProQuest search and screened to eliminate studies that did not permit computation of the success rates of their use. Of that total, 648 studies included objective data in some form, with 207 studies qualifying for

inclusion in the analysis.


The “Success Rate” measure was used as the standard of measurement, and was obtained by comparing the pre-treatment scores with post-treatment scores as published in the qualifying studies.

Analysis revealed the most effective treatment modality to be EMDR,with a success rate of 49.4%. CBTwas the second most

effective at 40.5%,  the success rate of Hypnosis was 39.2% and the success rate of DBT was 22.4%.


Keywords: CBT, EMDR, DBT, hypnosis, effectiveness, efficacy, success rate

Sérfræðingar í klínískri dáleiðslu

og Hugrænni endurforritun

sem vinna með afleiðingar áfalla, þunglyndis og kvíða :


Höfuðborgarsvæðið

Ragnheiður Kristín       Björnsdóttir         

S: 897 1527

ragnheidurkb@simnet.is

Ég er hjúkrunar- og fjölskyldu-fræðingur og starfa sem slík àsamt því að vera klíniskur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun.


Í meðferðardáleiðslu verða upplýsingar í undir-

vitundinni aðgengilegar og með Hugrænni endurforritun er auðvelt að vinna með þær.


Markmið meðferðarinnar er að stuðla að jákvæðum breytingum innra með einstaklingum. Hugræn endurforritun er dásamlegt og öflugt meðferðar- form sem hefur bætt líðan einstaklinga sem hana hafa prófað.


Velkomin að hafa samband,

saman finnum við hentugan tíma.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 897 2578
Vefsíða: daleidsla.is/sk

Sigurbjörg Kristjánsdóttir sérhæfir sig í hugrænni endurforritun. Hún rekur meðferðarstofu í Reykjavík. Sigurbjörg hefur hjálpað þeim sem til hennar hafa leitað að losna undan afleiðingum áfalla, svo sem eineltis, nauðgana, heimilisofbeldis og alkhóhólisma foreldra.

Jafnframt hefur hún hjálpað fólki að ná tökum og á og eyða kvíða, sorg og reiði. Margir hafa þakkað henni fyrir nýtt líf að lokinni meðferð.

Sigurbjörg er kennari við Dáleiðsluskóla Íslands

Álfheiður Eva

Óladóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 663 4864

Álfheiður lauk BA gráðu í sálfræði og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Álfheiður starfar sem klínískur dáleiðandi á eigin stofu og hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð.

Álfheiður er kennari hjá Dáleiðsluskóla Íslands

Guðbjörg

Erlendsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 776 1220
exito@exito.is  Vefsíða: Exito.is

Guðbjörg býður klíníska dáleiðslu, EMDR meðferðarvinnu og markþjálfun fyrir þá einstaklinga sem vilja fá skýra stefnu og sýn, létta á byrðum og bæta árangur í lífi og starfi.

   Aðferðirnar eru sérsniðnar að einstaklingnum eftir því sem vinna á með hverju sinni, sem getur verið fjölbreytt m.a. verkfæri Hugrænnar endurforritunar og EMDR. 

Guðbjörg er með BA í sálfræði, MS í stjórnun og stefnumótun, Dip í Gæðastjórnun, ICF vottun í Executive Coaching, NLP markþjálfun og H-EMDR meðferðarvinnu.

Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir

S: 866 0251

Í námi mínu hjá Dáleiðsluskóla Íslands heillaðist ég af möguleikum klínískrar dáleiðslu og Hugrænnar endurforritunar til að bæta líðan fólks.


Ég lauk BS prófi í  Hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og embættisprófi í Ljósmóðurfræði frá sama skóla árið 2010 og hef síðan í tvo ártugi unnið með fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið áratugi og farnast vel.


Í starfi mínu hef ég séð mikla þörf á stuðningi og meðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra viðbragðsaðila í velferðarkerfinu sem oft vinnur undir verulegu álagi við erfiðar aðstæður.


Ég er sannfærð um að klínísk dáleiðslumeðferð og Hugræn endurforritun geta bætt líðan fólks mjög mikið og hef séð fjölmörg dæmi þess nú þegar.

Birta Einarsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 692 9990

Birta rekur meðferðarstofur í Reykjavík og í Hveragerði. Hún notar aðallega Hugræna endurforritun en með þeirri aðferð er hægt að losna við kvíða, sorg og depurð, efla sjálfstraust og sjálfsmat og vinna úr afleiðingum áfalla.

Auk þess að vera klínískur dáleiðandi býður Birta einnig Cranio Sacral meðferð.

Hafrún Kristjánsóttir

Klínískur Dáleiðandi

S: 899 8154

Ég lærði klíníska meðferðar-dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands og rek meðferðarstofu.


Ég nota Hugræna endurforritun til þess að vinna með þínum innri styrk og árangurinn er oft ótrúlega góður á stuttum tíma.

Flest er hægt að bæta með HEF.


Kvíði hverfur oft alveg og  þunglyndi lætur undan síga.

Endilega hafði samband eða fylltu út bókunarblaðið með því að smella á Bóka hér til hliðar, og við vinnum saman að betri líðan.

Steinunn Valdimarsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 650 9950

Steinunn rekur eigin stofu í Reykjavík og leggur aðaláherslu á hugræna endurforritun, sem hefur reynst mjög vel varðandi hvers kyns vandamál eins og þunglyndi, kvíða, streitu, meðvirkni, lágt sjálfsmat, vefjagigt, astma, sorg og fleira. Steinunn er einnig markþjálfi og er með sérmenntun í slökunar- og streitumeðferð auk hugrænnar atferlismeðferðar.

Aldís Arna Tryggvadóttir

S: 8691033

Ég er mannvinur af lífi og sál! Ég brenn fyrir að styðja fólk í átt að aukinni vellíðan, vexti og velgengni í lífi, leik og starfi.


Til þess að koma sem best að gagni við að hækka hamingjustigið í heiminum hef ég viðað að mér alls kyns verkfærum til mannræktar.


Ég er klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun.


Auk þess er  ég m.a. með alþjóðlega gæðavottun fagmarkþjálfa, PCC (Professional Certified Coach) frá ICF – International Coaching Federation, The Gold Standard in Coaching. 


Ég vinn að dáleiðslu, markþjálfun, streituráðgjöf, samskipta-áðgjöf, heilun og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja. Lífssýn mín er einföld:

Mannrækt er málið!

Hafdís Ólafsdóttir

S: 899 4206

Afleiðingar áfalla og neikvæðrar forritunar í æsku geta verið margvíslegar.


Hugræn endurforritun er ótrúlega öflug meðferð sem getur breytt lífi þínu og líðan.


Í þessari meðferð er unnið með þínum innri styrk til að gera þær breytingar sem þú óskar og þú lærir að ná sambandi við hann í þínu daglega lífi.


Það er ótrúleg upplifun þegar rót vandans finnst í undirvitundinni og hún er upprætt og öðlast þannig hugarró, finna frelsi í huganum, efla sjálfstraust og styrkja sjálfsmyndina í bættri líðan til aukinnar hamingju og velgengni í lífinu.


Ég lærði klíníska dáleiðslu og hugræna endurforritun hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Auk þess er ég kennaramenntuð með réttindi í grunn og framhaldsskólum og hef starfað sem stjórnandi í áratugi og haldið fjölda námskeiða í samskiptum, þjónustu og valdeflingu fyrir stjórnendur og almennt starfsfólk.


Áhugi minn á andlegri líðan fólks hefur orðið til þess að ég hef sótt fjöldan allan af námskeiðum um samskipti og bætta líðan fólks. t d.NLP.


Vertu hjartanlega

velkomin til mín ! 


Ása Hrönn Sæmundsdóttir

S: 6927023

Ég er sérfræðingur í Klínískri dáleiðslu og Hugrænni Endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands einnig svæða- og viðbragðs-fræðingur frá Nuddskóla Íslands. Ég hef starfað í mörg ár sem nuddari og við heilun og Reiki.


Nú er ég að einbeita mér að dáleiðslunni því að það er magnað að nota Hugræna endurforritun til að heila kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og ýmsa aðra kvilla sem hrjá okkur. 


Ást og kærleikur

Sandra

Grétarsdóttir

Klínískur dáleiðandi

 

Í meðferðardáleiðslu er hægt að vinna með ýmsan vanda s.s. kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, ofnæmi, fíkn, vefjagigt

og margt fleira.

Vandinn er oft afleiðing áfalla eða forritunar í æsku og því er leitað að rót vandans og hún upprætt.

Einnig til að fá skýrari sýn á hvert viðkomandi vill stefna og

auka mjög líkurnar á að markmiðið náist.

Jenný Maggý Rúriksdóttir

S: 697 3991

jenny@fadmur.is

Ég hef mikla reynslu af andlegum málefnum og hefur alltaf haft áhuga á “óhefðbundnum” leiðum til lækninga.


Ég  á og rek Jógastöðina Faðm sem sérhæfir sig í að faðma að sér mæður á barneignaraldri með nærandi tímum og er Hugræn endurforritun mjög öflug leið til þess að bæta líðan og heilsu mæðra sem og annarra.

Kristín Edda Ragnarsdóttir

S: 867 4196

Ég hvet þig til að prófa dáleiðslu og Hugræna endurforritun því meðferðin er ótrúlega öflug og getur breytt lífi þínu á jákvæðan hátt.


Vanlíðan er oft afleiðing áfalla eða neikvæðrar forritunar í æsku og því er leitað að rót vandans og hún upprætt.


Meðferðin gefur þér hugarró, vellíðan og innri styrk til þess að takast á við lífið og bæta líðan þína. Gefðu þér þá gjöf að hlúa að þér.


Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala til fjölda ára og hef því mikla reynslu af því að vinna með fólki sem hefur glímt við ýmis áföll, þunglyndi, kvíða, svefnleysi, lélegt sjálfstraust og fleira.


Mér finnst mjög gefandi að fá að vinna með fólki sem er að byggja sig upp á einhvern hátt, eftir veikindi eða aðra erfiðleika í lífinu.


Jákvæð hvatning, sjálfstyrking og heilsuefling er mitt uppáhald og hef ég náð góðum árangri með mína skjólstæðinga.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir

S: 869 7203

siggastinath@gmail.com

Ég er sérfræðingur í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun.


Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á fólki, lífi þess, hugsunum og tilfinningum.


Hugræn endurforritun er spennandi aðferð til að hjálpa öðrum og kenna þeim að hjálpa sér sjálfir.


Með Hugrænni endurforritun er hægt að takast á við erfiðar andlegar hindranir, til dæmis neikvæð skilaboð úr umhverfinu sem hafa skemmandi áhrif, eða erfiðar tilfinningar eins og kvíða og þunglyndi sem gjarnan stafa af áföllum.


Með Hugrænni endurforritun er hægt að hjálpa fólki til að ná stjórn á líðan sinni og breyta lífi sínu til hins betra með því að kynnast sínum innra styrk og geta kallað hann til hjálpar.


Ég hef tröllatrú á mætti dáleiðslunnar og tel hana nú þegar hafa breytt minni eigin líðan og andlegri heilsu.


Auk þessa er ég er menntaður kennari með réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskóla og á að baki fjölbreyttan starfsferil.

Ég lærði dáleiðslumeðferð fyrir nokkrum árum og heillaðist af þeim mögu-leikum sem meðferðin gefur.


Ég listamaður, bæði í myndlist og tónlist og ég fann að dáleiðslan er líka listgrein.


Ég náði strax mjög góðum tökum á meðferðinni. Nú í vor lauk ég svo námi í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu.


Ég hef síðan unnið með miklu öflugri meðferð en áður. Árangurinn er ótrúlega mikill og skilar sé fljótt.


Ef þú þarft að hjálp að halda eftir áföll eða líður illa andlega og veist ekki hvers vegna, hafðu samband.


Við getum gjörbreytt þinni líðan til batnaðar

Ég lærði dáleiðslumeðferð fyrir nokkrum árum og heillaðist af þeim mögu-leikum sem meðferðin gefur.


Ég listamaður, bæði í myndlist og tónlist og ég fann að dáleiðslan er líka listgrein.


Ég náði strax mjög góðum tökum á meðferðinni. Nú í vor lauk ég svo námi í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu.


Ég hef síðan unnið með miklu öflugri meðferð en áður. Árangurinn er ótrúlega mikill og skilar sé fljótt.


Ef þú þarft að hjálp að halda eftir áföll eða líður illa andlega og veist ekki hvers vegna, hafðu samband.


Við getum gjörbreytt þinni líðan til batnaðar

Hugrún K. Helgadóttir

S: 822 8444

hugrunkh@gmail.com

Ég nýti Hugræna endurforritun til að komast að rót vandans og eyða henni. 


Hugræn endurforritun er árangursrík aðferð til að styrkja og leiðrétta sjálfsmyndina.


Það sem mér finnst mest heillandi við Hugræna endurforritun er að í þessari meðferðardáleiðslu er hægt að koma á tengingu við kjarnann eða innri styrkinn sem hver manneskja hefur í undirvitund sinni og hefur fylgt henni frá fæðingu.


Það er þessi innri styrkur í undirvitundinni sem er okkar innri læknir og er hann meira en tilbúinn til að hjálpa okkur og leiðrétta þá skekkju sem er að trufla líf okkar.


Það má segja að það sé fátt sem ekki er hægt að leiðrétta með Hugrænni endurforritun einnig nýtist þessi aðferð til að ná fram þeim markmiðum sem maður einsetur sér í lífinu.

Akureyri

Auður

Árnadóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 895 7450

Auður rekur eigin

meðferðarstofu á Akureyri.

Hún hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð við hvers kyns vandamálum og leggur aðaláherslu á hugræna endurforritun.

Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 869 8161

Langar þig að prufa nýja og notalega upplifun sem hjálpar og getur verið góð leið til betra lífs? Fólk sem hefur komið í dáleiðslu til mín hefur til dæmis fengið bót við kvíða og svefnleysi, stressið hefur lagast, fólk hefur losnað við neikvæðar, erfiðar tilfinningar og svo mætti lengi telja.

Hulda Ólafsdóttir

S: 896 5099

hulda@hjartalag.is

Ég er sérfræðingur í Klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands.


Hugræn endurforritun er einföld og árangursrík aðferð sem er sérsniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig m.a. til að vinna úr áföllum, styrkja sjálfsmyndina og bæta líðan.


Í Hugrænni endurforritun er unnið með undirvitundinni sem hefur m.a. aðgengi að öllum þínum minningum. Með vaxandi sjálfsþekkingu færðu fleiri lykla og verkfæri til að takast á við verkefni lífsins og þar með meiri hæfni til að bæta eigin hamingju. 


Ég hef lengi haft áhuga á huganum og hvernig hægt er að bæta líðan fólks.

Ég er með alþjóðlega hæfnisvottun ACC frá ICF í markþjálfun og hef lært heilun og Reiki 


Ég skrifa ljóð og gullkorn sem mörg hver byggja á eigin reynslu og er eigandi Hjartalags þar sem ég er með mina eigin hönnun.


Vertu velkomin til mín í

klíníska dáleiðslu og

Hugræna endurforritun


Ég er með aðstöðu á Akureyri

Hveragerði     Reykjanesbær              Selfoss                  Selfoss

Birta Einarsdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 692 9990

Birta rekur meðferðarstofur í Reykjavík og í Hveragerði. Hún notar aðallega Hugræna endurforritun en með þeirri aðferð er hægt að losna við kvíða, sorg og depurð, efla sjálfstraust og sjálfsmat og vinna úr afleiðingum áfalla.

Auk þess að vera klínískur dáleiðandi býður Birta einnig Cranio Sacral meðferð.

Vigdís

Viggósdóttir

Klínískur dáleiðandi

S: 860 1290

Hugræn endurforritun er áhrifarík leið til betra lífs.

Í djúpri sjálfsvinnu undir leiðsögn dáleiðara er unnið með margs konar vanda, s.s.

fælni, kvíða, þunglyndi og sorg. áráttu, meðvirkni og fíkn. ofnæmi, þreytu, astma og óútskýrða verki.

Svo eitthvað sé nefnt.

Vertu velkomin að Stapakoti 1. Innri Njarðvík. en þar er ég með starfsstöð mína.

Hugræn endurforritun er mögnuð leið til bata.

Hugrún K. Helgadóttir

S: 822 8444

hugrunkh@gmail.com

Ég nýti Hugræna endurforritun til að komast að rót vandans og eyða henni.


Hugræn endurforritun er árangursrík aðferð til að styrkja og leiðrétta sjálfsmyndina.


Það sem mér finnst mest heillandi við Hugræna endurforritun er að í þessari meðferðardáleiðslu er hægt að koma á tengingu við kjarnann eða innri styrkinn sem hver manneskja hefur í undirvitund sinni og hefur fylgt henni frá fæðingu.


Það er þessi innri styrkur í undirvitundinni sem er okkar innri læknir og er hann meira en tilbúinn til að hjálpa okkur og leiðrétta þá skekkju sem er að trufla líf okkar.


Það má segja að það sé fátt sem ekki er hægt að leiðrétta með Hugrænni endurforritun einnig nýtist þessi aðferð til að ná fram þeim markmiðum sem maður einsetur sér í lífinu.

Ragnheiður Kristín        Björnsdóttir         

S: 897 1527

ragnheidurkb@simnet.is

Ég er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og starfa sem slík àsamt því að vera klíniskur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun.


Í meðferðardáleiðslu verða upplýsingar í

undirvitundinni aðgengilegar og með Hugrænni endurforritun er auðvelt að vinna með þær.


Markmið meðferðarinnar er að stuðla að jákvæðum breytingum innra með einstaklingum. Hugræn endurforritun er dásamlegt og öflugt meðferðarform sem hefur bætt líðan einstaklinga sem hana hafa prófað.


Velkomin að hafa samband,

saman finnum við hentugan tíma.

Allir sem eru í Félagi Klínískra dáleiðenda

hafa lokið fullu námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands

Fullt nám er 24 dagar á kennslustað auk heimanáms og æfinga og telst samtals vera 290 tímar


Kennarar skólans eru:

Roy Hunter

Roy Hunter er heimsþekktur fyrir brautryðjandastarf í Parts Therapy og Regression Therapy. Hann hefur skrifað margar bækur um dáleiðslu og skrifar reglulega greinar í helstu tímarit fyrir dáleiðenda.


Kennslubók grunnnáms Dáleiðsluskóla Íslands er eftir Roy Hunter, Listin að dáleiða, sem kom út í þýðingu Ingibergs Þorkelssonar árið 2015.


Á framhaldsnámskeiðinu kennir Roy endurlitsdáleiðslu (Regression Therapy) og þar en kennslubókin bók Roys "The Art of Hypnotic Regression Therapy"



Ingibergur Þorkelsson

Ingibergur er stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann hefur staðið fyrir fjölda dáleiðslunámskeiða á Íslandi og víða í Evrópu og hefur unnið náið með Roy Hunter og Dr. Edwin Yager.


Hann er mjög reyndur klínískur dáleiðandi og rekur eigin stofu.


Ingibergur kennir Hugræna endurforritun á framhaldsnámskeiði skólans og bók hans "Hugræn endurforritun" kom fyrst út 2020 en hefur verið prentuð 14 sinnum og seld eintök orðin rúmlega 6.000


Bókin er um þróaða meðferðardáleiðslu og byggir m.a. á meðferðum bandaríska sálfræðiprófessorsins Dr. Edwin K. Yager, hjónanna John Watkins, geðlæknis og konu hans Helen watkins, sálfræings og Kanadíska geðlæknisins Colin A. Ross MD:

Sean Michael Andrews

kennir námskeiðið  "Dave Elman best practices" við Dáleiðsluskóla Íslands


Hann er auk þess frábær og skemmtilegur kennari og þekktur sem " The World's Fastest Hypnotist "


Sean Michael er kennslustjóri hjá dáleiðsluskóla Dave Elman í Flórida, en Dave Elman var einn fremsti dáleiðandi heimsins á meðan hann lifði.

Álfheiður Eva Óladóttir

Álfheiður Eva Óladóttir lauk BA gráðu í sálfræði 2007 og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2012 og útskrifaðist sem klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla

Íslands 2018.


Álfheiður starfar sem klínískur dáleiðari á eigin stofu og hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð.

Álfheiður er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands

Gísli Freyr Eggertsson

er einn af reyndustu dáleiðurum Íslands. Hann er auk þess menntaður leikari og hefur verið tökumaður myndbanda á flestum námskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands frá 2012 og lært hjá mörgum af fremstu dáleiðurum nútímans.


Á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands sér hann um kennslu sjálfsdáleiðslu og kennir þar m.a. aðferðir Michal Cieslakowski.

Axel Braga

Axel Braga starfar sem sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari. Hann er reyndur dáleiðandi, lauk grunnnámi hjá Dáleiðsluskóla Íslands 2013 og stundaði framhaldsnám hjá bæði Roy Hunter og Dr. Edwin Yager þegar þeir kenndu námskeið við skólann. Hann er einnig reyndur kennari og hefur m.a. kennt við læknadeild Háskóla Íslands.


Axel er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands

Sigurbjörg Kristjánsdóttir

er klínískur dáleiðandi og rekur eigin stofu í Reykjavík. Sem meðferðaraðili hefur hún náð ótrúlega góðum árangri m.a. í vinnu með kvíða, þunglyndi, sorg, reiði og höfnun.


Sigurbjörg hefur B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands og aðstoðarkennari á framhaldsnámskeiði skólans.

Dr. Kate Beaven-Marks

Dr. Kate hefur stundað nám í margs konar dáleiðslu og meðferðarstarfi og hefur hlotið ótal gráður og viðurkenningar, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. M.a. í klíniskri og læknisfræðilegri dáleiðslu, meðferðardáleiðslu, HAM og skyldum meðferðum, núvitund, NLP og EMDR. Eins og nemendur hennar fengu að kynnast á Íslandi í september 2019 er Dr. Kate frábær kennari.


Dr. Kate kennir EMDR fyrir dáleiðendur hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Heimasíða

Kennslubækur skólans eru:

Listin að dáleiða

Kennslubók grunnnáms Dáleiðsluskóla Íslands er eftir Roy Hunter, Listin að dáleiða, sem kom út í þýðingu Ingibergs Þorkelssonar árið 2015.


Bókin er þýðing á bókinni "The Art of Hypnosis" og hluta bókarinnar "The Art of Hypnotherapy"

The Art of Hypnotic Regression Therapy

Bókin er kennslubók í endurlitsdáleiðslu, "Regression Therapy" sem Roy Hunter kennir við Dáleiðsluskóla Íslands


Um er að ræða öfluga dáleiðslumeðferð og Roy leggur áherslu á að kenna nemendum sínum að forðast að skapa falskar minningar. 

Hugræn endurforritun

"Hugræn endurforritun" kom fyrst út 2020 en hefur verið prentuð 14 sinnum og seld eintök orðin rúmlega 6.000


Bókin er um þróaða meðferðardáleiðslu og byggir m.a. á meðferð bandaríska sálfræðiprófessorsins Dr. Edwin K. Yager, hjónanna John Watkins, geðlæknis og konu hans Helen Watkins, sálfræings og Kanadíska geðlæknisins Colin A. Ross MD,

Námskeið skólans eru vottuð af þremur aðilum:


1. General Hypnotherapy Standards Council í Bretlandi  GHSC

GHSC hefur farið vandlega yfir námsefni Dáleiðsluskóla Íslands og vottað að það uppfylli ströngustu kröfur ráðsins. Tilgangur ráðsins er fyrst og fremst að hafa yfirumsjón með staðfestingu dáleiðslunáms og reglum um skráningu dáleiðenda hjá General Hypnotherapy Registry GHR ...og viðhalda samstarfi við hlutaðeigandi aðila.  Sjá nánar hér: https://general-hypnotherapy-register.com/about-the-ghsc/


2. International Medical & Dental Hypnotherapy Associaton  IMDHA

IMDHA er eitt af stærri dáleiðslusamböndum Bandaríkjanna og Roy Hunter hefur verið þar í stjórn og hlotið fjölmargar viðurkenningar. 

IMDHA veitir Dáleiðsluskóla Íslands viðurkenningu fyrir að kenna námsefni Roy Hunter.


3. Subliminal Therapy Institute Inc.  STII

Dr. Edwin Yager, höfundur Subliminal Therapy og stofnandi STII kom þrisvar til Íslands til að kenna á vegum 

Dáleiðsluskóla Íslands.  Hann veitti skólanum viðurkenningu fyrir kennslu Subliminal Therapy, sem nú er

hluti af Hugrænni endurforritun.

Námskeið skólans eru viðurkennd af:

Dáleiðsluskóli Íslands ehf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Copyright © 2011 - 2024 Dáleiðsluskóli Íslands

Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out